Ábyrgðartrygging samstarfsaðila
Vernd gegn skaðabótakröfum frá gestum og nágrönnum allt að US$1.000.000 fyrir hverja bókun

Vernd gegn skaðabótakröfum frá gestum og nágrönnum allt að US$1.000.000 fyrir hverja bókun
Vernd gegn skaðabótakröfum frá þriðju aðilum allt að US$1.000.000 fyrir hverja bókun.
Þessi áætlun veitir þér vernd ef eitthvað fer úrskeiðis og verður fyrst til að bregðast við bótakröfu.
Ábyrgðartrygging frá helstu vátryggingafélögum fyrir gististaði þína í heimilisstíl um allan heim.
Allir gististaðir þínir í heimilisstíl sem koma til greina eru skráðir í áætlunina og eftir það eru Booking.com bókanir þínar með tryggingavernd.
Það eru engar viðbótargreiðslur, en söluþóknunargjöld hækka ekki vegna áætlunarinnar.
Ábyrgðartrygging frá alþjóðlegum vátryggingafélögum til að vernda þig gegn því óvænta.
Áætlunin verndar þig gegn lögsóknum þriðja aðila eða skaðabótakröfum vegna líkamstjóns eða skemmda á gististaðnum.
Fyrir neðan eru nokkur dæmi um tilvik sem eru bætt ef þau eiga sér stað meðan á dvöl gesta þinna stendur.
Fyrir neðan eru nokkur dæmi um tilvik sem eru ekki bætt ef þau eiga sér stað meðan á dvöl gesta þinna stendur.
Almennir skilmálar og undantekningar gætu átt við. Lestu skilmálana
Ábyrgðartrygging samstarfsaðila er áætlun sem verndar þig gegn lögsóknum þriðja aðila eða skaðabótakröfum vegna líkamstjóns eða skemmda á gististað sem eiga sér stað á tímabili bókunar sem gerð var í gegnum Booking.com. Til dæmis ef gestur þinn rennur í baðinu og handleggsbrýtur sig meðan á dvöl hans stendur þá gæti komið til greina að gera bótakröfu vegna slyssins.
Ábyrgðartrygging samstarfsaðila veitir samstarfsaðilum Booking.com (bæði eigendum og rekstrarstjórum gististaða) frumábyrgðartryggingu upp á US$1.000.000 fyrir allar dvalir sem bókaðar eru í gegnum vettvang okkar án viðbótarkostnaðar fyrir þig. Þetta þýðir að ef þú hefur ekki þegar ábyrgðartryggingu þá bregst þessi trygging fyrst við ef einhver gerir bótakröfu á þig. Ef þú hefur þegar ábyrgðartryggingu fyrir gististað þinn skaltu líta á þetta sem viðbótarvernd ofan á það sem þú hefur. Þessir skilmálar eiga við um allar nýttar gistinætur sem bókaðar eru í gegnum Booking.com sem eiga sér stað 1. október 2023 eða síðar. Svo fremi að þú sért skráð/ur í áætlunina þá daga sem dvölin stendur yfir skiptir ekki máli hvenær bókunin var gerð.
Ábyrgðartrygging samstarfsaðila er fáanleg fyrir hverja dvöl sem bókuð er í gegnum Booking.com fyrir gististaði í heimilisstíl á flestum þeim stöðum þar sem Booking.com starfar. Sjá Skilmála (Viðhengi A) til að sjá skrá yfir öll lönd sem ábyrgðartrygging samstarfsaðila gildir í. Zurich Plc áskilur sér rétt til að draga til baka tryggingavernd og skaðleysi vegna reglugerðarákvæða, svo sem vegna breytinga og uppfærslna á svæðum sem beitt eru refsiaðgerðum.
Nei, Booking.com er ekki vátryggjandinn. Við höfum gerst samstarfsaðilar Zurich Insurance Plc, sem er stórt alþjóðlegt vátryggingafélag, til að veita þér ábyrgðartryggingarlausn sem verndar þig fyrir hinu óvænta.
Samstarfsaðilinn er bótaþegi ábyrgðartryggingar samstarfaðila. Hún tryggir samstarfsaðila gegn skaðabótakröfum þriðja aðila. Hafðu í huga að hún tryggir ekki persónulega ábyrgð samstarfsaðila, svo sem líkamlega áverka (t.d. við handleggsbrot þegar hrasað er um þrep á gististaðnum) eða tjón sem gististaðaeigandi eða umsjárfélag eða starfsfólk eða fulltrúar þeirra kunna að valda.
Það gæti verið að húseigendatryggingin sem þú ert með fyrir bæti ekki slys sem verða á tímabilum útleigu. Hvorki við né Zurich Insurance Plc getum ráðlagt þér varðandi hentugleika eða tryggingarvernd sem húseigendatrygging þín veitir. Við biðjum þig um að kanna núverandi skilmála og hafa samband við húseigendatryggingafélag þitt til að fá staðfest hvort útleiga gististaðarins sé tryggð eða ekki. Ef þú þarft ekki ábyrgðartryggingu samstarfsaðila sem Zurich Plc veitir geturðu skráð þig úr áætluninni.
Allar bótakröfur verða meðhöndlaðar af tilkvöddum tjónafulltrúa. Ef þú ert með bótakröfu skaltu tilkynna um hana eins fljótt og mögulegt er – vinsamlegast athugaðu að bótakröfur eru ekki meðhöndlaðar af Booking.com.
Aflaðu eins mikilla upplýsinga um atvikið og/eða slasaða þriðju aðila og mögulegt er sem leggja má fram hjá tryggingaráðgjafa
Notaðu hnappinn „gera bótakröfu“ hér fyrir neðan til að gera kröfu þína og veldu þá bókun sem hún á við
Útvegaðu tjónafulltrúanum allar upplýsingar um atvikið, skjöl sem tengjast því og nöfn þeirra aðila sem eru slasaðir eða gera skaðabótakröfu
Tilkvaddur tjónafulltrúi mun bregðast við innsendingu þinni innan 2 sólarhringa