Trúnaðar- og fótsporayfirlýsingar

  • Trúnaðaryfirlýsing viðskiptafélaga
  • Persónuverndaryfirlýsing fyrir Booking Holdings Financial Services

Persónuverndaryfirlýsing viðskiptafélaga

Þessi trúnaðaryfirlýsing gildir fyrir alla viðskiptafélaga Booking.com, þ.á.m. samstarfsaðila í gistiþjónustu, aðra ferðaþjónustuaðila, söluaðila og starfsfólk, verktaka eða fulltrúa þessara aðila.

Þessi persónuverndaryfirlýsing skýrir hvernig Booking.com-samstæðan vinnur úr persónuupplýsingum einstaklinga, starfsfólks, eigenda eða fulltrúa sem koma fram fyrir hönd (núverandi, fyrrverandi eða væntanlegra) viðskiptafélaga okkar.

Í þessu skjali kann að verða vísað til, Booking.com samstæðufyrirtækja sem „við“, „okkar“ eða „Booking.com“. Einstaklingar, starfsfólk, eigendur eða fulltrúar sem koma fram fyrir hönd viðskiptafélaga okkar má vísa til saman eða sér sem „þú“, „þinn“ eða „viðskiptafélagar“.

Í samhengi við þessa persónuverndaryfirlýsingu getur hugtakið „viðskiptafélagar“ átt við um:

  • Ferðaþjónustuaðila,

  • Ferðaskrifstofur,

  • Þriðju aðila,

  • Landflutningafyrirtæki,

  • Greiðsluþjónustur,

  • Aðra samstarfsaðila sem heimila ferðabókanir gegnum vefsíður sínar og/eða öpp (eða með öðrum hætti),

  • Og náttúrulega aðila eða lögaðila sem halda viðskiptasambandi við Booking.com-samstæðufyrirtækið.

Athugaðu að fyrirtæki sem nota „Booking.com for Business“-þjónustu til að auðvelda ferðabókanir fyrir starfsfólk sitt heyra í staðinn undir persónuverndar- og fótsporsyfirlýsinguokkar fyrir viðskiptavini.

Þessi persónuverndaryfirlýsing á við um öll Booking.com-samstæðufyrirtæki sem eru ábyrg fyrir vinnslu persónuupplýsinga varðandi viðskiptafélaga. Það fer eftir eðli viðskiptasambandsins hvaða mismunandi Booking.com-samstæðufyrirtæki kunna að bera ábyrgð á vinnslu þeirra persónuupplýsinga.

Booking.com B.V., sem er staðsett í Amsterdam í Hollandi, sér t.d. um að vinna gögn ferðaþjónustuaðila. Þessi persónuverndaryfirlýsing á einnig við um Booking Brasil Serviços de Reserva de Hotéis Ltda, sem er staðsett í Sao Paolo, Brasilíu, þegar vinnsla fer fram á persónuupplýsingum samstarfsaðila í gistiþjónustu sem eru í Brasilíu.

Til að átta sig á því hvort og í hve miklum mæli önnur fyrirtæki innan Booking.com-samstæðunnar sjá um að vinna persónuupplýsingar þínar skaltu skoða upplýsingarnar hér fyrir neðan. Upplýsingar koma líka fram í samningi þínum við Booking.com og er gerður aðgengilegur netvettvanginum (svo sem samþykkja síður eða vettvang innkaupastýringar). Einnig er hægt að hafa samband við okkur á dataprotectionoffice@booking.com.

Til að fá frekari upplýsingar um hvernig Booking.com notar fótspor á vefsíðum og í öppum tryggra samstarfsaðila, sjá fótsporsyfirlýsingu okkar.

Hugtök sem við notum í þessari persónuverndaryfirlýsingu

„Ferð“ vísar til hinna ýmsu ferðatengdu vara og þjónustu sem endanlegir neytendur geta bókað, fengið, keypt, greitt fyrir, leigt, veitt, pantað, sameinað eða nýtt frá ferðaþjónustunni.

„Ferðaþjónusta“ á við um aðila sem býður upp á gistingu (t.d. hótel, mótel, íbúð, gistiheimili, leigusali og almennt vísað til sem samstarfsaðila í gistiþjónustu), afþreyingu (t.d. (skemmti-) garða, söfn, skoðunarferðir), samgöngur (t.d. bílaleigur, skemmtisiglingar, lestarferðir, flugferðir, rútuferðir, fólksflutningar), ferðaskrifstofur, ferðatryggingar og allar aðrar ferðatengdar vörur eða ferðaþjónustu sem eru öðru hverju í boði fyrir ferðabókun á vettvanginum.

„Ferðaþjónusta“ á við um netverslun, -pöntun, -greiðsluþjónustu eða -bókunarþjónustu sem Booking.com býður eða sér um varðandi mismunandi vörur og þjónustu sem ferðaþjónustur á vettvanginum bjóða öðru hverju upp á.

„Ferðabókun“ á við um pöntun, kaup, greiðslu eða bókun á ferð.

Gagnasöfnun

Persónuupplýsingarnar sem Booking.com safnar um viðskiptafélaga fara eftir eðli viðskiptasambands og samskipta þeirra við Booking.com, ákvörðunum viðskiptafélagans og þeim vörum, þjónustu og eiginleikum sem notuð eru.

Athugaðu að litið er á atriðin í köflunum hér að neðan sem persónuupplýsingar þegar um er að ræða náttúrulega persónu (og er þá átt við einstakling sem er mannvera). Ekki er litið á þessi atriði sem persónuupplýsingar þegar um er að ræða lögaðila.

Ef þú ert viðskiptafélagi í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum hefurðu, til viðbótar við upplýsingarnar hér, tiltekin viðbótarréttindi sem útskýrð eru í kaflanum um persónuverndaryfirlýsingu sem á við í Kaliforníu.

Persónuupplýsingar sem Booking.com safnar um viðskiptafélaga okkar eru meðal annars:

Persónuupplýsingar sem þú lætur okkur í té

  • TengiliðsupplýsingarVið fáum tengiliðsupplýsingar frá viðskiptafélögum okkar, svo sem fornafn og eftirnafn, fæðingardag (ef þörf er á), netfang og heimilisfang fyrirtækis, símanúmer og faxnúmer.
  • FjármálaupplýsingarVið söfnum nauðsynlegum greiðsluupplýsingum, (þ.m.t. reikningsupplýsingum, reikningsnúmeri og VSK-númeri) og öðrum upplýsingum sem nauðsynlegar eru til að vinna kreditnótur.
  • SannreyningarupplýsingarBooking.com getur beðið (fulltrúa) viðskiptafélaga að leggja fram afrit af skráningarskjölum fyrirtækis, skilríki þeirra eða vegabréf, ljósmynd, myndband eða aðrar upplýsingar sem máli skipta til að sannreyna auðkenni viðskiptafélaga. Þar á meðal geta verið leyfisvottorð eða upplýsingar um skatta.
  • Önnur gögn
    • Þegar viðskiptafélagi er í samskiptum við Booking.com söfnum við og vinnum upplýsingar um þessi samskipti. Þegar hringt er í þjónustuborð er hugsanlegt að þá verði bein hlustun og símtöl tekin upp til vegna gæðaeftirlits og þjálfunar. Þessar upptökur kunna að verða notaðar til að taka á kröfum og uppgötva svik.
    • Upptökur eru varðveittar takmarkaðan tíma áður en þeim er eytt sjálfkrafa, nema Booking.com eigi lögmæta hagsmuni af að varðveita upptökurnar lengur. Það gerist aðeins í undantekningartilvikum, svo sem við rannsókn í svikamálum, vegna eftirfylgni og í lagalegum tilgangi.

Upplýsingar sem við söfnum sjálfkrafa

Það fer eftir viðskiptasambandinu hvort Booking.com muni safna upplýsingum sjálfkrafa – en sumar þeirra geta verið persónuupplýsingar. Þessum upplýsingum er safnað þegar viðskiptafélagi notar netþjónustu, svo sem skráningareyðublað, notandareikning (t.d. fyrir ytranetið eða samskiptasvæði samstarfsaðila), vettvang söluaðila eða app Booking.com eins og Pulse.

Upplýsingarnar sem safnað er, eru meðal annars:

  • Tungumálastillingar,

  • IP-tala,

  • Staðsetning,

  • Tækjastillingar,

  • Stýrikerfi tækis,

  • Innskráningarupplýsingar,

  • Notkunartími,

  • Umbeðin vefslóð,

  • Stöðuskýrsla,

  • Aðgangsbúnaður (upplýsingar um vafraútgáfu),

  • Niðurstaða (sá sem skoðar eða bókar)

  • Vafrasaga,

  • Booking-auðkenni notanda,

  • Auðkenni tækis, til dæmis Android-auðkenni, MAC-vistfang, IMEI

  • Og tegund gagna sem skoðuð eru.

Persónuupplýsingar sem þú lætur okkur í té um aðra

Með því að deila persónuupplýsingum annarra einstaklinga í viðskiptatilgangi – svo sem upplýsingum sem tilheyra starfsfólki þínu – staðfestir þú að þessir einstaklingar hafa verið upplýstir um að Booking.com noti persónuupplýsingar þeirra í samræmi við persónuverndaryfirlýsinguna. Þú staðfestir einnig að þú hafir fengið öll nauðsynleg samþykki eins og gildandi lög og reglugerðir krefjast.

Aðrar upplýsingar sem við fáum annars staðar frá

  • GjaldþrotaupplýsingarEf til greiðsluþrots kemur getur Booking.com fengið upplýsingar varðandi viðskiptafélaga hjá skiptastjórum, dómstólum eða öðrum yfirvöldum.
  • Gögn sem tengjast beiðnum löggæsluaðila og skattayfirvaldaLöggæsluaðilar eða skattayfirvöld geta haft samband við Booking.com og gefið upp frekari upplýsingar um viðskiptafélaga ef þeir sæta rannsókn.
  • Uppgötvun og eftirlit með svikum, áhættustjórnun og eftirfylgniÍ sumum tilfellum getur Booking.com, eftir því sem lög leyfa, þurft að safna gögnum í gegnum þriðja aðila til að greina svik og koma í veg fyrir þau, vegna áhættustýringar og eftirfylgni.

Tilgangur vinnslu

Booking.com notar áður taldar upplýsingar um viðskiptafélaga, sem geta m.a. verið persónuupplýsingar, í eftirfarandi tilgangi eftir því sem við á:

A. Skráning og stjórnun

Booking.com notar reikningsupplýsingar, tengiliðsupplýsingar og fjármálaupplýsingar til að hafa umsjón með viðskiptasambandinu við viðskiptafélagann. Það á einnig við um skráningar- og staðfestingarferli.

Ákveðnar upplýsingar, þar á meðal nafn og heimilisfang viðskiptafélaga, má nota í öðrum tilgangi í samræmi við samkomulag sem viðskiptafélagi og Booking.com hafa gert. Til dæmis getur þú notað tengiliðsupplýsingar samstarfsaðila í gistiþjónustu til að gera ferðabókanir mögulegar á gististað þeirra í gegnum vefsíðu þriðja aðila.

B. Þjónustuver

Booking.com notar upplýsingar frá viðskiptafélögum (sem gætu innihaldið persónuupplýsingar) til að veita stoðþjónustu – t.d. til að svara beiðnum, spurningum eða málefnum frá viðskiptafélögum eða viðskiptavinum.

C. Önnur vinnsla, þ.m.t. markaðssetning

Ef mögulegur viðskiptafélagi hefur ekki lokið við að skrá sig á netinu gæti Booking.com sent áminningu um að ljúka við skráningarferlið. Við teljum að þessi aukaþjónusta sé gagnleg fyrir (væntanlega) viðskiptafélaga okkar því hún gerir þeim kleift að ljúka við skráninguna án þess að þurfa að fylla út allar skráningarupplýsingar aftur.

Booking.com getur boðið viðskiptafélögum að annast og halda viðburði sem okkur gæti þótt viðeigandi eða áhugaverðir fyrir þá. Við getum einnig notað persónuupplýsingar til að bjóða og hýsa málþing á netinu sem gera viðskiptafélögumum kleift að finna svör við algengum spurningum um tilboð og nýtingu á vörum og þjónustu Booking.com.

Eftir því sem við á í viðskiptasambandinu notar Booking.com persónuupplýsingar í samskiptum, þar á meðal að veita upplýsingar um kerfi eða uppfærslur, að senda fréttabréf frá Booking.com, bjóða viðskiptafélögum að taka þátt í tilvísunarprógrömmum eða keppnum (eins og Booking Hero) eða öðrum markaðssamskiptum. Þegar við notum persónuupplýsingar í beinum markaðssetningarskilaboðum á rafrænu formi bjóðum við upp á viðeigandi möguleika til afþökkunar.

D. Skilaboðatól

Booking.com getur boðið viðskiptafélögum mismunandi leiðir til að eiga í samskiptum við (tilvonandi eða núverandi) gesti fyrir eða eftir bókun.

Viðskiptafélagar geta einnig haft samband við Booking.com til að áframsenda upplýsingar um bókanir eða spurningar til gesta eða haft samband við gesti með því að nota dulrituð netföng, sem alltaf innihalda Booking.com sem móttakanda.

Booking.com hefur aðgang að samskiptum milli viðskiptafélaga og gesta. Við notum einnig sjálfvirk kerfi til að endurskoða, skanna og greina samskipti í eftirfarandi tilgangi:

  • Öryggismál,

  • Til að koma í veg fyrir svik

  • Til að hlíta lögum og reglugerðum

  • Rannsóknir á mögulegu misferli

  • Vöruþróun og -umbætur

  • Rannsóknir,

  • Þátttaka viðskiptavina (þar á meðal að veita gestum upplýsingar eða tilboð sem við teljum að gætu vakið áhuga þeirra),

  • Og þjónusta við viðskiptavini eða tæknileg aðstoð.

Samskipti sem eru send eða móttekin í gegnum samskiptatól Booking.com verða móttekin og vistuð af Booking.com.

E. Greining, betrumbætur og rannsóknir:

Booking.com notar upplýsingar, sem við fáum og geta m.a. verið persónuupplýsingar, til greiningar. Þetta er hluti af okkar átaki til að bæta vörur og þjónustu Booking.com og bæta upplifun notenda.

Einnig er hægt að nota þessi gögn til prófunar, bilanaleitar og til að bæta virkni og gæði netþjónustu Booking.com. Við bjóðum einnig viðskiptafélögum að taka þátt í könnunum og framkvæma aðrar markaðsrannsóknir öðru hverju.

Sumum viðskiptafélögum gæti einnig verið boðið á sérstakan umræðuvettvang á netinu þar sem þeir geta átt í samskiptum við Booking.com og/eða skipst á skoðunum við aðra viðskiptafélaga.

Skoðaðu upplýsingar sem Booking.com veitir þegar þér er boðið að taka þátt í könnun, markaðsrannsókn eða að skrá þig á vettvang á netinu til að þú áttir þig á hvernig farið er með persónuupplýsingar þínar á annan hátt en lýst er í persónuverndaryfirlýsingunni.

F. Öryggi, svikaeftirlit og svikavarnir

Við vinnum úr fengnum upplýsingum, sem geta m.a. verið persónuupplýsingar, til að rannsaka, koma í veg fyrir og greina svik og aðra ólögmæta starfsemi. Þetta gætu verið persónuupplýsingar sem viðskiptafélagi hafi veitt Booking.com, t.d. til sannprófunar í skráningarferlinu, persónuupplýsingar sem safnað er sjálfkrafa eða persónuupplýsingar frá þriðja aðila (þ.m.t. frá gestum).

Booking.com getur einnig notað persónuupplýsingar til að auðvelda rannsókn og löggæslu til þess bærra yfirvalda, eftir þörfum. Í þessum tilgangi er mögulegt að persónuupplýsingum verði deilt með löggæsluyfirvöldum.

Booking.com getur einnig notað persónuupplýsingar til að meta áhættu og í öryggi, þar á meðal til að sannreyna notendur, og við notum þjónustu þriðja aðila til að stýra áhættu frá þriðja aðila. Þessir þjónustuaðilar hjálpa okkur að meta áhættusnið viðskiptafélaga okkar. Það getur einnig verið að þeir útbúi skýrslur um háttalag þriðja aðila eftir því sem gildandi lög leyfa, en geta falið í sér upplýsingar um hugsanlega refsiverða háttsemi og brot gagnvart eigendum eða viðskiptafélaga.

G. Lagalegur tilgangur og eftirfylgni laga

Í vissum tilfellum þarf Booking.com að nota veittar upplýsingar (sem gætu verið persónuupplýsingar) til að takast á við og leysa úr lagaágreiningi eða við formlega rannsókn, áhættustýringu og eftirfylgni. Við getum einnig notað það við að framfylgja samningi okkar við viðskiptafélaga okkar eða til að bregðast við kvörtun eða kröfu sem tengist gesti, eins og við er að hæfi, og í samræmi við innri skilmála og starfshætti.

Að auki gætum við þurft að miðla upplýsingum um viðskiptafélaga (þar á meðal persónuupplýsingum) þegar lög kveða á um slíkt eða nauðsynlegt er til að svara beiðnum til þess bæra yfirvalda. Þetta á við um skattayfirvöld, dómstóla, aðrar ríkisstofnanir og opinber yfirvöld eða sveitarfélög (t.d. í tengslum við lög um skammtímaleigu).

Ef við notum sjálfvirkar aðferðir við meðferð persónuupplýsinga, sem hafa lagaleg áhrif eða hafa veruleg áhrif á þig eða aðra einstaklinga, munum við gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja réttindi þín og frelsi þitt eða annarra. Þ.m.t. rétt á að manneskja grípi inn í.

Lagalegur grunnur

Eftir því sem við á vegna tilgangs A og B treystir Booking.com á lagalegan grundvöll um að úrvinnsla persónuupplýsinganna sé nauðsynleg til að framfylgja samningnum á milli viðskiptafélagans og Booking.com. Ef upplýsingarnar sem beðið er um eru ekki gefnar upp getur Booking.com ekki skráð ferðaþjónustuaðila eða unnið með öðrum hætti með viðskiptafélaga eða við veitt viðskiptavini stoðþjónustu.

Í ljósi tilgangs C til G reiðir Booking.com sig á lögmæta viðskiptahagsmuni sína við að veita þjónustu eða nýta sér þjónustu viðskiptafélaga til að koma í veg fyrir svik og til að bæta þjónustu sína. Þegar persónuupplýsingar eru notaðar við að þjóna lögvörðum hagsmunum Booking.com eða þriðja aðila munum við alltaf meta til jafns annars vegar réttindi og vernd persónuupplýsinga þeirra á við hins vegar réttindi og hagsmuni Booking.com og/eða þriðja aðila.

Í tilgangi F og G reiðir Booking.com sig einnig á, þar sem við á, að uppfylla lagalegar skyldur (svo sem lögmætar löggæslubeiðnir). Að lokum skal nefna að samkvæmt gildandi lögum mun Booking.com biðja um samþykki þitt áður en vinnsla fer fram með persónuupplýsingar þínar í markaðssetningu eða á annan hátt samkvæmt lögum.

Ef þú vilt andmæla þeirri vinnslu sem er skilgreind í C til E og finnur ekki leið til að hafna því beint (t.d. í stillingum á reikningi þínum), skaltu hafa samband við dataprotectionoffice@booking.com.

Viðskiptafélagar í Kaliforníuríki skulu lesa Kaliforníukaflann í þessari persónuverndaryfirlýsingu til að fá frekari upplýsingar um tiltekin réttindi sín og hvernig eigi sækja þessi réttindi.

Gagnamiðlun

  • Miðlun til hlutdeildarfélagaTil að styðja notkun á þjónustu Booking.com gæti upplýsingum þínum (þ.m.t. persónuupplýsingum) verið miðlað til aðila í samstæðu Booking.com. Til að fá að vita allt sem þú þarft um Booking.com-samstæðuna skaltu fara á síðuna Um Booking.com.
  • Miðlað til þriðja aðilaVið miðlum upplýsingum um viðskiptafélaga (sem geta verið persónuupplýsingar) til þriðja aðila eftir því sem lög leyfa og lýst er hér að neðan.
    • Þjónustuaðilar (þ.m.t. birgjar). Við deilum persónuupplýsingum með völdum utanaðkomandi þjónustuaðilum til að útvega vörur okkar og þjónustu, koma í veg fyrir og greina svik, til að geyma gögn og styðja rekstur okkar eða svo þeir geti stundað viðskipti fyrir okkar hönd.
    • Greiðsluþjónustuaðilar og aðrar fjármálastofnanir. Viðeigandi persónuupplýsingum er deilt með greiðsluþjónustuaðilum og öðrum fjármálastofnunum til að meðhöndla greiðslur milli viðskiptafélaga og Booking.com eða gests og samstarfsaðila er.
    • Skimun skrár yfir viðskiptabönn eða áhættustýring samkvæmt gildandi lögum.
    • Þvinguð upplýsingagjöf. Þegar lög krefjast þess, nauðsynlegt þykir við að inna af hendi þjónustu okkar, í málarekstri eða til að vernda réttindi okkar eða réttindi annarra félaga í samstæðunni Booking Holdings Inc. eða notenda hennar, látum við löggæsluyfirvöldum, rannsóknarstofnunum eða öðrum aðilum samstæðunnar í té persónuupplýsingar.
  • Deiling og birting uppsafnaðra gagnaVið deilum jafnvel upplýsingum með utanaðkomandi aðilum á uppsöfnuðu formi og/eða öðru formi sem gerir móttakanda ekki kleift að þekkja þig, t.d. í atvinnugreiningu eða í gerð lýðfræðilegs persónusniðs.

Gagnamiðlun innan samstæðunnar Booking Holdings Inc.

Booking.com er hluti af fyrirtækjasamstæðunni Booking Holdings Inc.. Frekari upplýsingar um samstæðuna er að finna á vefsíðu Booking Holdings.com.

Booking.com gæti fengið persónuupplýsingar um viðskiptafélaga frá öðrum fyrirtækjum innan fyrirtækjasamstæðunnar Booking Holdings Inc. eða við gætum deilt persónuupplýsingum viðskiptafélaga með þessum fyrirtækjum. Þetta er gert í neðangreindum tilgangi með fyrirvara um alla samningaskilmála.

Sem dæmi um þessa samvinnu innan samstæðunnar er Booking.com í nánu samstarfi við Rentalcars.com við að bjóða viðskiptavinum sínum akstursþjónustu á landi, ýmist beint eða í gegnum viðskiptafélaga okkar.

Öll fyrirtæki innan samstæðunnar Booking Holdings Inc. gætu þurft að skiptast á persónuupplýsingum við viðskiptafélaga til að tryggja að við verndum alla notendur fyrir sviksamlegri starfsemi á vettvangi hennar á netinu.

Tilgangur gagnamiðlunar innan samstæðunnar Booking Holdings Inc. er eftirfarandi:

  • A. Að veita þjónustu, þar á meðal bókunarþjónustu, við að sjá um reikninga viðskiptafélaga (þar á meðal viðskiptasala) og til að veita aðstoð,

  • B. Að hindra, hafa eftirlit með og rannsaka sviksamlega og aðra ólögmæta starfsemi.

  • C. Í greiningar- og vörubætingartilgangi,

  • D. Að sérsníða netþjónustu okkar eða senda markaðssetningarefni með samþykki móttakanda (eða eins og gildandi lög leyfa),

  • E. Að tryggja eftirfylgni við stefnu og gildandi lög.

Booking.com reiðir sig á lögmæta hagsmuni sína og fyrirtækja innan samstæðunnar Booking Holdings Inc. til að móttaka og deila persónuupplýsingum eins og lýst er í liðum A til D. Það er til að veita viðskiptafélögum sínum þjónustu eða nýta þjónustu þeirra, meðal annars til að bæta þjónustuna og koma í veg fyrir svik.

Þegar Booking.com notar persónuupplýsingar við að gæta lögmætra hagsmuna sinna eða þriðja aðila vegur Booking.com alltaf og metur einstaklingsréttindi og hagsmuni við að verja persónuupplýsingar þeirra gagnvart réttindum og hagsmunum Booking.com eða þriðja aðila.

Í tilgangi E reiðir Booking.com sig á, þar sem við á, eftirfylgni við lagalegar skyldur (svo sem þegar um ræðir lögmætar löggæslubeiðnir).

Ef þú vilt andmæla þeirri vinnslu sem er skilgreind í A til D og finnur ekki leið til að hafna því beint (t.d. í stillingum á reikningi þínum), skaltu hafa samband við dataprotectionoffice@booking.com.

Gögn sem deilt er með Booking.com Transport Limited

Booking.com Transport Limited („BTL“) sem einnig er í viðskiptum sem Rentalcars.com er einkahlutafélag sem fellur undir bresk lög og er með skrifstofur á 6 Goods Yard Street, Manchester, M3 3BG.

BTL er hluti af samstæðunni Booking Holdings Inc. og sú akstursþjónusta, sem í boði er í gegnum vefsíður og öpp Booking.com, er rekin af BTL undir vörumerkinu Booking.com.

Booking.com B.V. rekur skráningarsíðu fyrir hlutdeildarfélög og umsjón með reikningum fyrir BTL. Upplýsingunum, sem safnað er frá viðskiptafélögum BTL í þessu skráningar- og reikningsumsjónarferli og sem kunna að innihalda persónuupplýsingar, er deilt með BTL í þeim tilgangi sem tilgreindur er í þessari persónuverndaryfirlýsingu.

Ef þú ert viðskiptafélagi BTL og hefur spurningar eða áhyggjur varðandi vinnslu persónuupplýsinga eða vilt nýta þér réttindi þín samkvæmt þessari persónuverndaryfirlýsingu skaltu hafa samband við BTL á dataprotectionofficer@rentalcars.com.

Alþjóðlegar millifærslur

Varðandi millifærslu persónuupplýsinga viðskiptafélaga, eins og lýst er í persónuverndaryfirlýsingunni, má nefna færslu upplýsinga milli landa. Þetta getur átt við um lönd þar sem gagnavernd er ekki eins alhliða og löggjöf landsins eða landa þar sem þú veittir upplýsingarnar upphaflega, þ.m.t. innan Evrópusambandsins. Í slíkum tilfellum verndum við persónuupplýsingar þínar eins og sjá má í þessari persónuverndaryfirlýsingu.

Þegar Evrópulögin krefjast þess munum við koma á viðeigandi öryggisráðstöfunum til að tryggja að slíkar millifærslur samræmist evrópskum lögum um friðhelgi. Einkum þegar persónuupplýsingar þínar eru millifærðar til utanaðkomandi þjónustuaðila, setjum við upp viðeigandi samnings-, tæknileg og skipulagsleg úrræði hvað slíka þjónustuaðila varðar.

Hægt er að koma þessum ráðstöfunum í kring með því að nota „Stöðluð samningsgrein“, sem samþykkt eru af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Með því að skoða gögn um löndin, má millifæra þau til og leggja fram sérstakar tæknilegar og skipulagslegar öryggisráðstafanir. Þegar við á getur þú beðið okkur um afrit af þessum samningsákvæðum með því að nota tengiliðsupplýsingarnar hér að neðan.

Öryggismál

Við fylgjum ákveðnum verkferlum við að koma í veg fyrir óheimilan aðgang að og misnotkun á persónuupplýsingum.

Við notum viðeigandi rekstrarkerfi og verkferla til að vernda og gæta upplýsinga, þ.m.t. persónuupplýsinga. Við notum einnig öryggisverklag ásamt tæknilegum og sýnilegum takmörkunum til þess að fá aðgang að og nota persónuupplýsingarnar á okkar miðlum. Aðeins starfsfólki með leyfi er heimilt að fá aðgang að persónuupplýsingum í starfi sínu.

Gagnavarðveisla

Við munum varðveita persónuupplýsingar eins lengi og við teljum nauðsynlegt til að viðhalda viðskiptasambandi við samstarfsaðila, til að veita samstarfsaðilum Booking.com þjónustu og til að fara eftir gildandi löggjöf (þ.m.t. löggjöf um skjalavörslu), leysa úr deilum eða ágreiningi við hvers kyns aðila og að öðru leyti eins og nauðsynlegt er til að við getum stundað okkar viðskipti.

Allar persónuupplýsingar sem við geymum um þig sem viðskiptafélaga heyra undir persónuverndaryfirlýsinguna og innri öryggisviðmiðunarreglur okkar. Ef þú hefur spurningar um ákveðin varðveislutímabil hinna ýmsu persónuupplýsinga sem við vinnum úr skaltu hafa samband með því að nota tengiliðsupplýsingarnar hér að neðan.

Valkostir þínir og réttindi

Mismunandi réttindi eiga við um vinnslu persónuupplýsinga eins og þau birtast í þessari persónuverndaryfirlýsingu, en það fer eftir staðsetningu þinni eða hvaða eining Booking.com vinnur persónuupplýsingar þínar. Eftir því sem við á:

  • Þú getur beðið okkur um afrit af persónuupplýsingum sem við höfum um þig,

  • Þú getur upplýst okkur um allar breytingar sem verða á persónuupplýsingum þínum eða þú getur beðið okkur um að leiðrétta persónuupplýsingarnar sem við höfum um þig.

  • Í ákveðnum tilfellum getur þú beðið okkur um að eyða, stöðva eða takmarka persónuupplýsingar sem við höfum um þig eða andmælt tilteknum aðferðum sem við beitum við notkun persónuupplýsinga þinna,

  • Í ákveðnum tilfellum getur þú einnig beðið okkur um að senda persónuupplýsingarnar, sem þú hefur gefið okkur, til þriðja aðila.

Þegar við notum persónuupplýsingarnar þínar á grundvelli samþykkis þíns hefur þú rétt á að afturkalla það samþykki hvenær sem er í samræmi við gildandi lög. Þegar við vinnum úr persónuupplýsingum sem byggjast á lögvörðum hagsmunum eða almannahagsmunum hefur þú einnig rétt á að andmæla alltaf, samkvæmt gildandi lögum.

Óháð staðsetningu þinni eða einingu Booking.com sem þú hefur gert samning við, treystum við á viðskiptafélaga okkar um að tryggja að persónuupplýsingar sem við geymum séu ítarlegar, réttar og í gildi. Vinsamlega láttu okkur vita strax ef persónuupplýsingar þínar hafa breyst eða eru ekki alveg réttar.

Ef fyrirtækið þitt hefur samning við aðra einingu en Booking.com B.V. og þú vilt fá frekari upplýsingar um sambandið milli þeirrar einingar og Booking.com B.V. getur þú haft samband við okkur hvenær sem er. Þú ættir einnig að gera það ef þú vilt nýta þér réttindi þín í tengslum við persónuupplýsingar sem unnar eru um þig sem hluta af viðskiptasambandi.

Hafa samband við okkur

Ef þú ert með einhverjar spurningar, beiðnir um eða áhyggjur af hvernig við vinnum með persónuupplýsingar þínar eða vilt nýta þér einhver þau réttindi sem þú hefur samkvæmt þessari persónuverndaryfirlýsingu skaltu hafa samband við persónuverndarfulltrúa okkar í netfanginu dataprotectionoffice@booking.com. Þú getur einnig haft samband við persónuverndareftirlitið þar sem þú býrð.

Við svörum sérstökum spurningum um gagnaleynd, beiðnum og áhyggjum sem okkur eru sendar með því að nota innri skilmála og ferli sem byggjast á viðeigandi einkaréttarlöggjöf, reglugerðum og leiðbeiningum. Við endurskoðum og betrumbætum þessa skilmála og starfshætti reglulega, og tökum einnig tillit til álits viðskiptafélaga.

Breytingar á persónuverndaryfirlýsingunni

Rétt eins og viðskiptin okkar eru alltaf síbreytileg breytist persónuverndaryfirlýsingin einnig öðru hverju. Ef við ætlum að gera efnislegar breytingar eða breytingar sem hafa áhrif á þig, höfum við alltaf samband við þig fyrirfram. Dæmi um slíkar breytingar væri ef við færum að vinna úr persónuupplýsingum þínum í þeim tilgangi sem ekki er greint frá hér að ofan.

Jan 11, 2023