Booking logo

Skilmálar tilvísunarprógramms fyrir gististaði

Booking.com gerir þessa skilmála og skilyrði Tilvísunarprógrammsins fyrir gististaði aðgengileg fyrir og til hagræðis fyrir Gistiþjónustur sem eru gjaldgengar fyrir og hafa áhuga á að taka þátt í Tilvísunarprógramminu fyrir gististaði (alltaf af fúsum og frjálsum vilja með því að skrá sig (samkvæmt skilyrðum sem fram koma í þessum skilmálum)) („Tilvísunarprógramminu fyrir gististaði“ eða „Prógramminu“).
  1. Skilgreiningar og túlkun
    • Nema annað sé tekið fram í þessum skilmálum Tilvísunarprógrammsins fyrir gististaði („skilmálum prógrammsins“), hafa hugtök í hástöfum sömu merkingu og fram kemur í Gistiþjónustusamningunum á milli Gistiþjónustunnar og Booking.com („Samningnum“).
    • Nema annað sé tekið fram hér í þessu skjali eru skilmálar og skilyrði Samningsins óbreytt og í gildi.
  2. Tilvísunarprógrammið fyrir gististaði
    • Tilvísunarprógramm Booking.com fyrir gististaði er hvataprógramm fyrir gjaldgenga Gistiþjónustu. Gjaldgeng Gistiþjónusta getur sparað í söluþóknun (sjá hvatakaflann hér að neðan) með því að gefa í fyrsta sinn nýrri gistiþjónustu tilvísun („Tilvísaðri gistiþjónustu“) og hún nýskráir sig á Vettvangnum og tekst að ljúka við bókanir.
    • Booking.com gerir hverri gjaldgengri Gistiþjónustu aðgengilegan einkvæman hlekk sem gerir Gistiþjónustunni kleift að hafa frumkvæði að tilvísun Tilvísaðrar gistiþjónustu sem vísað er á okkur („Tilvísunarhlekkinn“).
  3. Þátttökuskilyrði
    • Gistiþjónustan þarf að uppfylla (a.m.k.) eftirfarandi skilyrði til að vera gjaldgeng í Prógrammið:
      • Gistiþjónustan þarf að vera skráð og opin og aðgengileg fyrir bókanir („opin bókanleg“) á Vettvangnum.
      • Gistiþjónustan er staðsett í Ástralíu, Ítalíu, Þýskalandi, Frakklandi, Spáni, Bretlandi eða Bandaríkjunum.
    • Gistiþjónustan (í merkingunni gististaðurinn) er ekki gjaldgeng til þátttöku í Prógramminu ef hún er ekki staðsett í ríkjunum Kaliforníu, Kansas, Connecticut, Tennessee, Nýju Mexíkó og/eða Hawaii.
    • Tilvísaða gistiþjónustan þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði til að vera gjaldgeng í Prógrammið:
      • Tilvísaða gistiþjónustan er staðsett í Ástralíu, Ítalíu, Þýskalandi, Frakklandi, Spáni, Bretlandi eða Bandaríkjunum.
      • Tilvísaða gistiþjónustan er nýr samstarfsaðili Booking.com og er að nýskrá Gistiþjónustuna/Gistiþjónusturnar (í merkingunni gististað(inn)) í fyrsta sinn á Vettvangnum og hefur verið boðið að taka þátt í Tilvísunarprógramminu fyrir gististaði í gegnum Tilvísunarhlekk sem Gistiþjónustan deilir og samþykkir skilmála skráningarferlis. Hvorki má fyrri skráning Tilvísuðu gistiþjónustunnar vera á sama heimilisfangi né nokkurt gististaðarauðkenni í nokkurri stöðu.
      • Tilvísaða gistiþjónustan þarf að vera skráð og vera opin og hægt að bóka hana („opin bókanleg“) á Vettvangnum innan 30 daga eftir að hún hóf skráningarferlið.
      • Tilvísaða gistiþjónustan þarf að ljúka bókun, sem þýðir að innritunardagur gests þarf að vera innan 90 daga eftir hún varð „opin bókanleg“. Bókanir, sem hætt er við eða þar sem gesturinn mætir ekki, jafnvel þótt Booking.com hafi þá þegar gjaldfært söluþóknun fyrir Tilvísuðu gistiþjónustuna, eru ekki taldar nýttar bókanir. Gesturinn má ekki vera á nokkurn hátt (beint/óbeint) skyldur eða tengdur Tilvísuðu gistiþjónustunni eða Gistiþjónustunni, t.d. í gegnum blóðbönd, fjölskyldu, samstarfsmann eða vináttu.
      • Tilvísaða gistiþjónustan skal hefja nýskráningu á Vettvangnum í gegnum Tilvísunarhlekk. Ef deilur rísa hefur Booking.com ótvíræðan rétt til þess að ákveða hvort svo sé um að ræða.
      • Skráningu Tilvísuðu gistiþjónustunnar og bókunarinnar verður að vera lokið á meðan Prógrammið er virkt.
    • Booking.com áskilur sér rétt til að sannreyna upplýsingar frá Gistiþjónustunni og Tilvísuðu gistiþjónustunni til að staðfesta að þær séu sannar og réttar til þess að ákvarða gjaldgengi fyrir Prógrammið.
  4. Hvataumbun
    • Ef Gistiþjónustan og Tilvísaða gistiþjónustan eru gjaldgengar fyrir Prógrammið (sjá kaflann um Gjaldgengi hér að ofan) geta Gistiþjónustan og Tilvísaða gistiþjónustan hvor um sig tekið við hámark 5 bókunum án söluþóknunar („Hvataumbun“).
    • Hámarksupphæð Hvataumbunarinnar er 200 EUR (eða jafngildi í gjaldmiðli staðarins).
    • Hvataumbunin á eingöngu við um söluþóknun og á ekki við um úrvinnslugjöld greiðslna eða umsýslugjöld fyrir greiðslur gesta eða aðrar greiðslur.
    • Eftir að Gistiþjónustan eða Tilvísaða gistiþjónustan ná hámarkshvataupphæð gildir staðlað söluþóknunarstig hjá Gistiþjónustunni eða Tilvísuðu gistiþjónustunni eins og Booking.com skilgreinir.
    • Hvataumbunin birtist á mánaðarlegum reikningum sem Booking.com gefur út á Gistiþjónustuna sem kreditnóta í heildarupphæð reikningsins.
    • Reglur Gistiþjónustunnar um viðtöku Hvataumbunar
    • Gistiþjónustan á aðeins rétt á að taka við Hvataumbun innan 90 daga frá fyrstu bókun hjá Tílvísuðu gistiþjónustunni. Fyrir Gistiþjónustuna eru það fyrstu 5 heppnuðu og nýttu bókanirnar í tímaröð sem dvalið er, sem uppfylla skilyrðin (bókanir sem eru afpantaðar eða gestur mætir ekki uppfylla ekki skilyrði fyrir nýtta dvöl) byggt á innritunardegi.
    • Gistiþjónustan getur vísað á hámark 10 Tilvísaðar Gistiþjónustur með Tilvísunarhlekk sínum. Hámarks heildarsparnaður á þóknun fyrir Gistiþjónustuna er 2000 EUR (eða jafngildi þeirrar upphæðar á staðnum), óháð öðrum skilyrðum.
    • Ef Gistiþjónustan er með fleiri en eina tilvísun í gangi á sama tíma velur Booking.com fyrstu 5 bókanirnar (eða færri ef söluþóknunin nær hámarki eins og útskýrt er í kafla 4.2) byggt á innritunardegi.
    • Reglur fyrir Tilvísuðu gistiþjónustuna um viðtöku hvataumbunar
    • Fyrir Tilvísuðu gistiþjónustuna eru gjaldgengu bókanirnar fyrstu 5 nýttu bókanirnar í tímaröð, byggt á innritunardegi. Tilvísaða gistiþjónustan er aðeins gjaldgeng til viðtöku hvataumbunar fyrir nýtta bókun og dvöl innan fyrstu 90 daganna eftir hún er orðin opin og bókanleg.
  5. Annað
    • Gistiþjónustan má aðeins tala fyrir, markaðssetja, kynna, birta og/eða deila mótteknum samskiptum (þar með talinn Tilvísunarhlekk) innan eigin (einka-) nets. Gistiþjónustan hefur ekki leyfi til að markaðssetja, birta opinberlega eða kynna Prógrammið og/eða bjóða (þar með talinn Tilvísunarhlekk) á neinum vettvangi þriðja aðila (þar með taldir Google Ads, Reddit, eBay, Amazon o.s.frv.) eða gegnum vörumerkt efni. Gistiþjónustan má birta og láta fylgja prógrammið og móttekin samskipti (þar með talinn Tilvísunarhlekkinn) á þínum persónulega reikningi á Facebook, LinkedIn, Instagram o.s.frv. Gistiþjónustan má hvorki koma fram með slíkum hætti sem gefur í skyn að hún geti skuldbundið Booking.com né er Gistiþjónustunni heimilt að kynna sig sem starfsmann, millilið, fulltrúa eða ráðgjafa. Gistiþjónustan skal ekki gefa í skyn umboðssamband á milli Booking.com og Gistiþjónustunnar.
    • Gistiþjónusturnar mega ekki deila Tilvísunarhlekknum eða birta hann þar sem ekki er nein skynsamleg ástæða til að ætla að viðtakendur muni kunna að meta boðið sem fram kemur í gegnum Tilvísunarhlekkinn og ekki þannig að það brjóti í bága við gildandi lög gegn ruslpósti.
    • Ef um er að ræða (meint) svik, misnotkun eða brot á samningnum eða þessum skilmálum á Booking.com rétt á að fresta Samningum eða rifta Samningnum við viðkomandi Gistiþjónustu og/eða halda eftir greiðslum og/eða hvataumbun.
    • Booking.com getur upp á sitt eindæmi ákveðið að hætta að bjóða Gistiþjónustum og Tilvísuðum gistiþjónustum upp á Prógrammið. Booking.com getur hvenær sem er á sitt eindæmi ákveðið að útiloka hvaða Gistiþjónustu eða Tilvísaða gistiþjónustu sem er frá þátttöku í Prógramminu.
    • Booking.com kann (i) að breyta einhliða upp á sitt eindæmi eða bæta við þessa skilmála Prógrammsins öðru hverju með hæfilegum fyrirvara til viðeigandi þátttakenda, (ii) en þeir eru og mynda órjúfanlegan hluta af Samningnum (eins og við á) (þ.m.t. Almennum afhendingarskilmálum sem kunna að breytast af og til) og sem verður að lesa í samhengi þar við og (iii) eru samþykkjanlegir á netinu, en eiga í öllu falli við eftir að Gistiþjónustan hefur samþykkt þá og notað Prógrammið. Ef skilmálar Samningsins og þessir skilmálar Prógrammsins stangast á gilda þessir skilmálar Prógrammsins.

Síðast uppfært: 2023 M06 23